fös 22. september 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Hægt að veðja á að dauður maður taki við enska kvennalandsliðinu
Tony DiCicco.
Tony DiCicco.
Mynd: Getty Images
William Hill veðbankinn hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa boðið upp á stuðul á að Tony DiCicco yrði næsti þjálfari enska kvennalandsliðsins.

Stuðullinn 25/1 var á að DiCicco ytæki við starfinu en hann lést í júní.

DiCicco stýrði bandaríska kvennalandsliðinu til sigurs á HM 1999 eftir fimm ár við stjórnvölinn.

Í afsökunarbeiðni William Hill er sagt að um mistök hafi verið að ræða og fyrirtækið sjái mikið eftir þeim. Mistökin koma innan við viku eftir að Paddy Power veðbankinn bauð upp á stuðul á að Ugo Ehiogu tæki við Birmingham City en Ehiogu lést í apríl.

Mark Sampson var rekinn sem þjálfari enska kvennalandsliðsins í vikunni í kjölfarið á ásökunum um kynþáttafordóma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner