fös 22. september 2017 12:45
Magnús Már Einarsson
Uppboð á varningi frá landsliðsfólki til styrktar Á allra vörum
Takkaskór frá Gylfa og Everton treyja eru á uppboðinu.
Takkaskór frá Gylfa og Everton treyja eru á uppboðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld klukkan 19:45 verður söfnunarþáttur á RÚV fyrir „á allra vörum." Um er að ræða landssöfnun fyrir kvennaathvarfið.

Einnig verður sérstakur söfnunarþáttur á Rás 2 milli klukkan 13 og 16 í dag.

Í tengslum við söfnunina verður uppboð á varningi sem íslenskt landsliðsfólk hefur gefið.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur gefið Everton treyju og takkaskó á uppboðið og Aron Einar Gunnarsson gaf stuttbuxur sem verða boðnar upp.

Fanndís Friðriksdóttir gaf treyjuna sem hún skoraði í á EM í sumar á uppboðið.

Hægt er að taka þátt í uppboðinu með því að hringja í 755-5000 frá klukkan 13:00 í dag eða hafa samband í gegnum Facebook síðu „Á allra vörum".

Sjá einnig
Landsliðið spilar með gloss frá Á allra vörum gegn Færeyjum
Athugasemdir
banner
banner