Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. september 2017 19:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Eðvaldsson tekur við Kristianstad (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Eðvaldsson hefur verið ráðinn til starfa hjá Kristianstad sem leikur í 2. deild karla í Svíþjóð.

Atli tekur við þjálfun liðsins af Joakim Pers­son sem var látinn taka pokann sinn á dögunum.

Hjá Kristianstad leikur einn Íslendingur, Bjarni Mark Antonsson, en hann lék með KA og Fjarðabyggð hér á landi. Bjarni fór út til Svíþjóðar og samdi við Kristianstad á síðasta ári.

Þá er kvennalið Kristianstad mikið Íslendingalið. Þjálfari kvennaliðs Kristianstad er Elísabet Gunnarsdóttir og með liðinu leikur landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir, dóttir Atla Eðvalds.

Atli stýrði íslenska landsliðinu 1999-2003 en sem leikmaður lék hann 70 A-landsleiki.

Sem þjálfari gerði hann KR að Íslandsmeisturum 1999 en einnig hefur hann þjálfað Fylki, Þrótt, Val og Reyni Sandgerði.

Hann var síðast þjálfari Aftureldingar hér á landi sumarið 2014 en kláraði ekki tímabilið.

Fram kemur á vefsíðu Kristianstad að félagið sé gríðarlega ánægt með komu Atla þar sem hann er með hæstu þjálfararéttindi. Hjá Kristinastad vonast menn til að Atli komi félaginu á beinu brautina, en lið er sem stendur í 9. sæti af 14 liðum í 2. deild Svíþjóðar.
Athugasemdir
banner
banner