Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. september 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ravanelli: Higuain ætti að taka sér vikufrí
Higuain hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils.
Higuain hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils.
Mynd: Getty Images
Silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli telur að það hafi áhrif á Gonzalo Higuain að hann komist ekki í argentíska landsliðið. Ravanelli vill meina að það komi niður á Juventus að Higuain komist ekki í landsliðshópinn hjá Jorge Sampaoli.

Higuain var keyptur fyrir metfé á síðasta ári og stóð sig vel á síðustu leiktíð. Hann hefur ekki verið að heilla sparkspekinga á Ítalíu á þessari leiktíð, en Paulo Dybala hefur stolið sviðsljósinu.

Ravanelli, sem lék m.a. með Middlesbrough og Juventus, á leikmannaferli sínum segir að Higuain þurfi hvíld.

„Higuain veit ekki alveg hvað hann á að gera, hann er eins og skugginn af þeim Higuain sem við þekkjum," sagði Ravanelli.

„Allegri heldur áfram að spila honum, en ég held að það hjálpi honum ekki vegna þess að hann þarf ró. Vandamál hans eru meira andleg en líkamleg. Það að hann komist ekki í landsliðshópinn hjá Argentínu er að fara illa með hann, hann þarf að hvíla sig."

„Hann ætti að taka sér víkufrí og koma síðan aftur."

Á morgun spilar Juventus gegn nágrönnum sínum í Torino. Ef Ravanelli væri þjálfari myndi hann taka Higuain út úr liðinu.

„Ég myndi taka hann út úr liðinu fyrir grannaslaginn. Í augnablikinu er hann byrði fyrir Juventus. Hann hefur ekki verið sá Gonzalo sem við þekkjum," sagði Ravanelli undir lokin.
Athugasemdir
banner
banner