Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. september 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drengirnir hans Gerrard unnu nágrannaslaginn gegn Everton
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard stýrði U18 ára liði Liverpool til sigurs gegn Everton í fyrsta grannaslagnum sínum sem þjálfari í kvöld.

Strákarnir hans Gerrrad lentu undir í leiknum, en náðu að snúa honum sér í vil. Þeir unnu að lokum 3-1.

„Ég er ánægður og stoltur af strákunum. Þeir áttu þennan sigur í kvöld skilið," sagði Gerrard eftir leikinn.

Gerrard, sem var lengi vel fyrirliði Liverpool á leikmannaferli sínum, tók við unglingaliði Liverpool í sumar og hefur verið að gera mjög góða hluti. Eftir fimm leiki hefur liðið unnið tvo og gert þrjú jafntefli. Liðið er enn ósigrað í deildarkeppni U18 ára liða á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner