lau 23. september 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkleg byrjunarlið Leicester og Liverpool
Mynd: Guardian
Leicester og Liverpool mætast í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool-menn eiga harma að hefna eftir að hafa tapað gegn Leicester í deildabikarnum á þriðjudaginn.

Guardian hefur sett saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn.

Samkvæmt Guardian mun Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá 1-1 jafnteflinu gegn Burnley á heimavelli í síðustu umferð.

Joel Matip og Dejan Lovren eru tæpir fyrir leikinn, en búist er við því að Matip og Ragnar Klavan verði miðverðir Liverpool í leiknum.

Sadio Mane er í banni og Daniel Sturridge mun halda sæti sínu í fremstu víglínu með Mohamed Salah og Roberto Firmino sér við hlið.

Frá síðasta deildarleik munu Alberto Moreno og Jordan Henderson koma inn í liðið fyrir Andrew Robertson og Emre Can.

Shinji Okazaki kom inn á sem varamaður í leiknum gegn Liverpool í vikunni og var maður leiksins. Hann mun koma inn í byrjunarlið Leicester á morgun ásamt Christian Fuchs og Vicente Iborra.

Leikur Leicester og Liverpool er seinna í dag, kl. 16:30.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner