Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. september 2017 10:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið West Ham og Tottenham: Carroll settur á bekkinn
Andy Carroll fær ekki að byrja í dag.
Andy Carroll fær ekki að byrja í dag.
Mynd: Getty Images
Það eru hvorki meira né minna en átta leikir í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsti leikurinn er Lundúnaslagur West Ham og Tottenham á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum.

Leikurinn hefst núna klukkan 11:30.

West Ham hefur alls ekki farið vel af stað, en þeir hafa þó ekki tapað í síðustu tveimur leikjum sínum. Byrjunin hjá Tottenham hefur líka verið ákveðin vonbrigði, þeir eru með átta stig eftir fimm leiki.

Heimamenn í West Ham gerðu markalaust jafntefli gegn West Brom um síðustu helgi, en frá þeim leik gerir Slaven Bilic, stjóri West Ham, þrjár breytingar á byrjunarliði sínu.

Angelo Ogbonna kemur inn í vörnina fyrir James Collins, Mark Noble tekur stöðu Pedro Obiang og Marku Arnautovic snýr aftur í byrjunarliðið fyrir Andy Carroll, sem er á bekknum.

Hinum megin gerir Pochettino, stjóri Tottenham, tvær breytingar á liði sínu sem gerði eins og West Ham, markalaust jafntefli um síðustu helgi, gegn Swansea á heimavelli.

Serge Aurier og Ben Davies koma inn í byrjunarliðið fyrir Kieran Trippier og Son Heung-min.

Hér að neðan eru bæði byrjunarliðin.

Byrjunarlið West Ham: Hart, Cresswell, Fonte, Ogbonna, Reid, Zabaleta, Kouyate, Noble, Antonio, Arnautovic, Hernandez.
(Varamenn: Adrian, Carroll, Sakho, Ayew, Byram, Masuaku, Rice)

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Aurier, Alderweireld, Vertonghen, Sanchez, Davies, Dier, Sissoko, Alli, Eriksen, Kane.
(Varamenn: Vorm, Trippier, Son, Nkoudou, Llorente, Winks, Walker-Peters)

Leikir dagsins:
11:30 West Ham - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:00 Burnley - Huddersfield
14:00 Everton - Bournemouth
14:00 Manchester City - Crystal Palace
14:00 Southampton - Manchester United (Stöð 2 Sport)
14:00 Stoke - Chelsea
14:00 Swansea - Watford
16:30 Leicester - Liverpool (Stöð 2 Sport)



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner