Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. september 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Það kom aldrei til greina hjá Klopp að selja Sturridge
Mynd: Getty Images
Það var aldrei inn í myndinni hjá Liverpool í sumar að selja sóknarmanninn Daniel Sturridge.

Sturridge hefur verið mikið meiddur undanfarin tímabil og jafnvel búist við því að hann myndi yfirgefa Liverpool í sumar.

Það varð hins vegar aldrei að því, en Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það hafi aldrei komið til greina að selja Sturridge, hann sé of mikilvægur leikmaður fyrir liðið.

„Við ræddum saman og það var allt í góðu," sagði Klopp á blaðamannafundi í gær.

„Þetta var ekki spjall þar sem hann var að spyrja 'hvenær get ég farið?' eða 'hvert get ég farið?'. Við ræddum ekki þannig saman, við spjölluðum um það hvað við ætluðum að gera á þessu tímabili."

„Daniel er mikilægur fyrir okkur, það er ekki þannig að hann gæti verið mikilvægur, hann er mikilvægur!"
Athugasemdir
banner
banner