Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 24. september 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lagið um lim Lukaku heyrðist í gær - Upptökur skoðaðar
Lukaku skoraði sigurmark United í leiknum.
Lukaku skoraði sigurmark United í leiknum.
Mynd: Getty Images
Snemma í síðustu viku spratt upp leiðinlegt mál. Kick It Out, samtök gegn kynþáttafordómum á Englandi, höfðu samband við Manchester United vegna lags sem stuðningsmenn höfðu verið að syngja um belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku.

Í laginu er meðal annars sungið um að Lukaku sé með stóran getnaðarlim.

United ætlaði að vinna með Kick it Out í málinu og reyna binda endi á lagið.

Menn hjá Man Utd voru vel á verði í deildabikarnum gegn Burton síðastliðinn miðvikudag, en þá heyrðist lagið ekki. Lagið heyrðist þó í gær þegar United sótti Southampton heim.

Hjá Manchester United ríkil mikil óánægja með málið. Félagið ætlar að sjá til þess að þeir sem sungu fái refsingu.

„Félagið hefur rætt við lögreglu og hefið beðið um að fá upptökur frá leiknum frá Southampton," segir í yfirlýsingu sem rauðu djöflarnir sendu frá sér eftir leikinn í gær.



Athugasemdir
banner
banner