Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 24. september 2017 10:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Titilbaráttan í Pepsi-deild kvenna ræðst á fimmtudag
Blikar eiga enn möguleika á titlinum.
Blikar eiga enn möguleika á titlinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur tekið ákvörðun um að færa leik Breiðabliks og Grindavíkur frá föstudegi yfir á fimmtudag.

„Leikur Breiðabliks og Grindavíkur, sem átti að fara fram föstudaginn 29. september klukkan 16:15, hefur verið færður á fimmtudaginn 28. september og verður hann leikinn klukkan 16:15 á Kópavogsvelli," segir á heimasíðu KSÍ.

Þór/KA tapaði gegn Grindavík og því mun titilbaráttan ráðast í lokaumferðinni. Því hefur leikurinn verið færður.

Leikur Þórs/KA og FH fer fram á sama tíma á Þórsvelli, en Þór/KA er tveimur stigum á undan Breiðablik í deildinni.

Leikir lokaumferðarinnar:

fimmtudagur 28. september

16:15 Þór/KA-FH (Þórsvöllur)
16:15 Breiðablik-Grindavík (Kópavogsvöllur)

föstudagur 29. september

16:15 Fylkir-Stjarnan (Floridana völlurinn)
16:15 Valur-KR (Valsvöllur)
16:15 Haukar-ÍBV (Gaman Ferða völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner