Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 24. september 2017 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hemed gæti farið í bann fyrir að traðka á Yedlin
Hemed skoraði eina markið í 1-0 sigri Brighton gegn Newcastle.
Hemed skoraði eina markið í 1-0 sigri Brighton gegn Newcastle.
Mynd: Getty Images
Tomer Hemed, sóknarmaður Brighton sem gerði sigurmarkið gegn Newcastle í dag, gæti verið á leið í þriggja leikja bann.

Hemed virtist traðka á DeAndre Yedlin, leikmanni Newcastle, en dómarar leiksins sáu ekki atvikið.

„Ég fann fyrir einhverju á kálfanum, en ég er ekkert að spá í þessu núna. Þetta skiptir engu máli, leikurinn er búinn, ég er viss um að málið verði afgreitt innan knattspyrnusambandsins," sagði Yedlin um atvikið.

Hemed er afar mikilvægur fyrir Brighton, enda eini sóknarmaður liðsins sem er meiðslalaus og búinn að skora tvö mörk í síðustu þremur leikjum.

Chris Hughton, stjóri Brighton, kom Hemed til varnar eftir að hafa horft á atvikið. „Ég er nýbúinn að sjá endursýningu af atvikinu og mér fannst hann ekki vera að gera neitt viljandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner