Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. september 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Allir erlendu leikmennirnir áfram hjá Keflavík
Jeppe Hansen var markakóngur í Inkasso-deildinni í sumar.
Jeppe Hansen var markakóngur í Inkasso-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir erlendu leikmennirnir sem léku með Keflavík í Inkasso-deildinni í sumar verða áfram með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta ári. Þetta staðfesti Jón G. Benediktsson, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Um er að ræða þá Jeppe Hansen, Juraj Grizelj, Lasse Rise, Marko Nikolic og Marc McAusland.

Allir voru þeir að leika sitt fyrsta tímabil með Keflavík í sumar fyrir utan Marc McAusland sem lék líka með liðinu í fyrra. Marc er skoskur miðvörður en hann var með fyrirliðabandið hjá Keflavík í sumar.

Jeppe varð markakóngur í Inkasso-deildinni sumar en landi hans Lasse Rise kom til Keflavíkur á miðju sumri. Lasse spilar framarlega á miðjunni en hann skoraði fjögur mörk í tíu leikjum síðari hluta sumars.

Juraj er króatískur kantmaður sem kom til Keflavíkur frá KA og Marko er vinstri bakvörður frá Serbíu sem kom til Keflvíkinga frá Hugin á Seyðisfirði.

Reynsluboltarnir Jónas Guðni Sævarsson og Jóhann Birnir Guðmundsson hafa báðir ákveðið að leggja skóna á hilluna og þá er óvíst með framherjann Hörð Sveinsson sem meiddist illa á hné í sumar.
Athugasemdir
banner
banner