Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. september 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Ótrúlegar myndir - Sundbolti á Seyðisfirði
Hólmar Daði Skúlason, leikmaður Tindastóls, situr í polli við hliðina á vellinum.
Hólmar Daði Skúlason, leikmaður Tindastóls, situr í polli við hliðina á vellinum.
Mynd: Tindastóll
Aðstæður voru hreint út sagt ótrúlegar á Seyðisfirði á laugardaginn þegar Tindastóll vann Huginn 4-3 í lokaumferðinni í 2. deildinni.

Pollar voru út um allan völl og leikmenn áttu í mestu erfiðleikum með að spila boltanum á milli sín.

Huginn gat einungis spilað þrjá af ellefu heimaleikjum sínum í sumar á Seyðisfjarðarvelli en völlurinn hefur verið í mjög slæmu ástandi undanfarin ár eins og kom fram á Fótbolta.net fyrr í sumar.

Aðalvandamálið er að vatn rennur ekki í gegnum völlinn. Eftir rigningu er völlurinn því líkari sundlaug en fótboltavelli.

Huginn spilaði átta heimaleiki á gervigrasvellinum í Fellabæ í sumar. Þrír leikmenn liðsins, Aaron Redford, Gunnar Wigelund, og Stefan Spasic, slitu krossband í leikjum á Fellavelli í sumar og því var ákveðið að spila á Seyðisfjarðarvelli á laugardag þrátt fyrir mikla rigningu.

„Þetta var síðasti leikur tímabilsins, hvorugt liðanna i tölfræðilegum séns að falla eða komast upp. Það voru allir þarna staðráðnir í að spila þennan leik þó allt væri á floti," sagði Stefán Arnar Ómarsson, þjálfari Tindastóls, við Fótbolta.net í dag.

„Það sem stendur eftir er einn allra eftirminnilegasti leikur sem ég hef tekið þátt í, ásamt vinalegu andrúmslofti Seyðfirðinga. Ómögulegt að senda boltann meðfram jörðinni og hvað þá rekja boltann. Eina í stöðunni fyrir liðin var að sparka hátt og langt, elta og vona það besta."

Hér að neðan má sjá myndband og myndir úr þessum skrautlegu aðstæðum.






Athugasemdir
banner
banner
banner