Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 25. september 2017 12:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KFÍA 
Arnar gerir nýjan samning við ÍA: Höfum alla burði til að fara beint upp
Arnar Már gerði nýjan samning við ÍA.
Arnar Már gerði nýjan samning við ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Arnar Már Guðjónsson hefur endurnýjað samning sinn við ÍA og hefur samið út árið 2019.

Arnar er þrítugur og er lykilmaður hjá Skagamönnum. Hann er uppalinn hjá félaginu og hefur spilað 165 leiki og skorað 31 mark.

„Ég hef mikla trú á þeim gríðarlega metnaði og þeirri skýru stefnu sem stjórn KFÍA vinnur eftir þar sem ungir leikmenn fá tækifæri við hliðina á reyndari leikmönnum," segir Arnar við kfia.is.

Það varð ljóst í síðustu viku að ÍA myndi falla úr Pepsi-deildinni en Arnar sýnir félagi sínu tryggð.

„Við erum með mjög efnilegan leikmannahóp sem hefur alla burði til að fara beint upp í Pepsi á ný og það er frábær stemning og vilji í hópnum til að gera enn betur. Ég vil sjálfur halda áfram að taka þátt í framtíðarsigrum með mínum bestu vinum í ÍA. Það var því auðveld ákvörðun að skrifa undir nýjan samning með allt þetta í huga."

Jón Þór Hauksson tók við ÍA í sumar af Gunnlaugi Jónssyni og var ráðinn út tímabilið. Hann vill halda áfram með liðið en Skagamenn hafa ekkert gefið út varðandi þjálfaramál sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner