mán 25. september 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Stefán Arnar heldur ekki áfram með Tindastól
Stefán Arnar Ómarsson.
Stefán Arnar Ómarsson.
Mynd: Tindastóll
Stefán Arnar Ómarsson heldur ekki áfram sem þjálfari Tindastóls í 2. deildinni.

Stefán Arnar tók við Tindastóli í júlí eftir að Stephen Walmsley og Christofer Harrington voru reknir.

Tindastóll var þá í bullandi fallhættu í 9. sæti deildarinnar. Undir stjórn Stefáns náði Tindastóll 19 stigum í síðustu níu umferðunum og endaði í 6. sæti deildarinnar.

Stefán Arnar stýrði Tindastóli til sigurs í 3. deildinni í fyrra ásamt Hauki Skúlasyni.

Síðastliðinn vetur hætti Stefán störfum þar sem hann flutti til Svíþjóðar.

Nú er Stefán á leið aftur út til Svíþjóðar og því er ljóst að hann heldur ekki áfram með Tindastól.

Tindastóll lagði Huginn 4-3 í lokaumferðinni í 2. deildinni um helgina en sá leikur fór fram við ótrúlegar aðstæður á Seyðisfirði..
Athugasemdir
banner
banner
banner