Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 25. september 2017 14:45
Magnús Már Einarsson
Þrenna Tryggva: Óljós framtíð hjá stórum liðum
Mynd: Fótbolti.net
Úr leik hjá FH og KR.
Úr leik hjá FH og KR.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
ÍBV eða Víkingur Ólafsvík fer niður.
ÍBV eða Víkingur Ólafsvík fer niður.
Mynd: Raggi Óla
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér að neðan má sjá uppgjör Tryggva eftir 21. umferðina í gær.

Óljós framtíð hjá stórum liðum
Það er ekki oft sem maður veltir fyrir sér framtíðinni hjá mörgum stórliðum en það er þannig núna. Hvað gera Blikar varðandi Milos (Milojevic)? Þeir þurfa að skoða þetta kaos í sumar. Milos kom inn og það gekk ekkert upp. Það er ekki sami sjarmi yfir Blikum og hefur verið. Það hafa margir góðir leikmenn verið skugginn af sjálfum sér í sumar. Það er kominn tími á pínu endurskoðun þar. FH-ingar geta ekki verið sáttir með sumarið þó að þeir nái hugsanlega 2. sætinu. Maður er kannski of góður vanur en þetta hefur ekki verið gott. Það er spurning hvort það verði hreinsun þar. Það sama á við í Vesturbænum. Hvað gerir Willum (Þór Þórsson)? Það eru margir leikmenn að renna út af samning á meðan það er mikið rætt og ritað um unga leikmenn sem eru að koma upp. Það er pæling hvað gerist í þjálfaramálum og stefnu klúbbsins. Síðan getur maður kíkt líka aðeins í Garðabæinn og velt fyrir sér hvort eitthvað gerist þar. Þetta spjall fer í gang í lok hvers einasta tímabils en þessi kapall hefur sjaldan verið eins spennandi og núna. Menn byrja að hugsa. Ef Willum fer frá KR, kemur þá Heimir (Guðjónsson) þá þangað? Kemur Arnar Grétars inn á öðrum stað? Kemur Rúnar Kristins heim? Það er margt í gangi.

Yfirburðir hjá jöfnu liði Vals
Valsmenn eiga þetta fyllilega skilið. Þeir hafa spilað besta fótboltann. Það er líka ákveðin lukka yfir Óla Jó. Maður kannast við það eftir að hafa spilað hjá honum. Miðað við færi og gang leiksins gegn Stjörnunni hefði þetta alveg getað farið í hina áttina. Það er mikil fjölbreytni í þessu Valsliði og það er erfitt að pikka út besta leikmann Íslandsmótsins þar. Maður vill líta á Íslandsmeistarana þegar maður velur besta manninn en þetta hefur verið rosalega jafnt. Á móti Stjörnunni steig Anton Ari (Einarsson) upp og tók allt sem kom á rammann fyrir utan vítið í lokin. Eiður kemur heim og gerir frábæra hluti, Bjarni Ólafur (Eiríksson) er ótrúlega traustur sóknar og varnarlega og er að eldast mjög vel. Guðjón Pétur (Lýðsson) er alltaf hættulegur í sínum leik og föstum leikatriðum og Einar Karl (Ingvarsson) og Orri (Sigurður Ómarsson) hafa spilað vel. Þetta er jafnt, flott og gott lið. Það er mikil samvinna og menn hafa verið að skiptast á að eiga leiki þar sem menn blómstra.

Landsbyggðarleikirnir skipta mestu máli
Leikirnir sem skipta mestu máli í lokaumferðinni eru landsbyggðarleikirnir. ÍBV-KA, ÍA-Víkingur Ó. og Grindavík-Fjölnir út af þessu blessaða markameti. ÍA-Víkingur Ó. er nágrannaslagur og eftir að hafa kannað hug manna þar á milli þá er ég pottþéttur á því að það verður engin gestrisni hjá Skagamönnum. Þeir vilja rífa Víking Ólafsvík frekar niður með sér en ÍBV af því að Skaginn á alltaf að vera stærstur á Vesturlandinu. Eyjamenn hafa komið sér sjálfur í þessa stöðu í síðustu tveimur leikjum. Ef þeir hefðu haldið jafntefli gegn FH og Breiðabliki þá væri þetta klárt. KA hefur að einhverju að spila. Þeir geta farið upp fyrir KR og það er cool að geta sagt það fyrir norðan. Þetta verða tveir hörkuleikir. Síðan er þriðji landsbyggðarleikurinn í Grindavík. Andra (Rúnari Bjarnasyni) tókst ekki að jafna metið fyrir norðan en þetta gæti komið hjá honum um helgina. Það verður extra gaman fyrir mig að fylgjast með því.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner