mán 25. september 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Liðsstjórarnir hafa hjálpað helling
Ásgeir Marteinsson (HK)
Ásgeir í leik með HK í sumar.
Ásgeir í leik með HK í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: HK
„Ég var þokkalega ánægður með þennan leik, við spiluðum kannski ekki neinn tiki-taka bolta en vorum skipulagðir varnarlega og grimmir fram á við eins og við höfum verið í seinni umferð mótsins," sagði Ásgeir Marteinsson, leikmaður HK, við Fótbolta.net í dag.

Ásgeir er leikmaður 22. umferðar í Inkasso-deildinni en HK lagði Keflavík 2-1 á laugardaginn.

HK vann níu af ellefu leikjum sínum í síðari umferð deildarinnar. Hver er lykillinn að því?

„Ég held að það sé vegna þess að það er mjög góð stemningin í hópnum og menn eru tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir hvorn annan. Svo höfum við sýnt að við erum með fullt af góðum leikmönnum í liðinu. Einnig hafa Matti Ragg og Oddur Hólm liðsstjórar látið meira í sér heyra og komið með fullt af góðum punktum sem hafa hjálpað okkur heilan helling."

Ásgeir kom aftur í uppeldisfélag sitt HK síðastliðinn vetur eftir dvöl hjá Fram og ÍA.

„Það er bara búið að vera geggjað að koma aftur heim. Eftir erfitt seinasta ár þar sem ég fann mig ekki vel uppá skaga þá var auðveld ákvörðun að koma aftur heim. Svo er maður líka alltaf jafn stoltur af því að spila í hvítu og rauðu treyjunni," sagði Ásgeir sem stefnir á að leika áfram með HK næsta sumar.

„Já það er planið. Ég er mjög hrifinn af þessum hlutum sem eru í gangi og með hvað Jói (Jóhannes Karl Guðjónsson) og Pétur (Pétursson) hafa verið duglegir við að gefa ungu strákunum sénsinn, sem þeir hafa líka nýtt vel."

Ásgeir spilaði alla leiki HK í sumar og skoraði fjögur mörk.

„Ég er sáttur með seinni umferðina hjá mér en ég náði mér ekki alveg á strik í þeirri fyrri. Ég hefði hins vegar viljað skora fleiri mörk en Bjarni (Gunnarsson) og Brynjar (Jónasson) tóku það bara á sig fyrir mig," sagði Ásgeir.

Sjá einnig:
Bestur í 21. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
Bestur í 20. umferð - Dagur Ingi Valsson (Leiknir F.)
Bestur í 19. umferð - Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Bestur í 18. umferð - Albert Brynjar Ingason (Fylkir)
Bestur í 17. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
Bestur í 16. umferð - Marc McAusland (Keflavík)
Bestur í 15. umferð - Arnar Freyr Ólafsson (HK)
Bestur í 14. umferð - Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Bestur í 13. umferð - Orri Sigurjónsson (Þór)
Bestur í 12. umferð - Pétur Steinn Þorsteinsson (Grótta)
Bestur í 11. umferð - Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner