Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. september 2017 16:23
Magnús Már Einarsson
KR-ingar skoða þjálfaramálin
Willum er líklega á leið aftur í stjórnmálin.
Willum er líklega á leið aftur í stjórnmálin.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þjálfaramál meistaraflokks karla hjá KR verða til umræðu á stjórnarfundi í dag samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Talsverðar líkur eru á að Willum Þór Þórsson láti af störfum eftir tímabilið þar sem hann er líklega á leið í framboð á nýjan leik með Framsóknarflokknum.

Síðastliðið haust hélt Willum áfram starfi sínu sem þjálfari KR eftir að ljóst varð að hann kæmist ekki inn á þing. KR gat því ekki staðfest þjálfaramál sín fyrr en á fréttamannafundi þann 1. nóvember í fyrra.

Aftur hefur verið boðað til þingkosninga í lok október í ár og miklar líkur eru á að Willum verði ofarlega á lista Framsóknarflokksins. Því þykir líklegt að hann hætti sem þjálfari KR. Willum var spurður að því í viðtali eftir jafntefli við Fjölni í gær hvað hann ætli sér að gera.

„Þetta er ofsalega erfið ákvörðun og hef feykilega gaman af hvoru tveggja," sagði Willum.

„Þegar maður finnur fyrir trausti eins og félagar mínir í Framsóknarflokknum hafa sýnt mér og kallað eftir þá er erfitt að segja nei. Ég hef ýtt því frá mér eins lengi og ég get til að halda einbeitingu á þessu risa stóra verkefni sem er að þjálfa KR. Með hverjum deginum sem líður verð ég að fara að taka einhverja ákvörðun. Það er augljóst."

KR er í 4. sæti Pepsi-deildarinnar fyrir leikinn gegn Stjörnunni í lokaumferðinni á laugardag en vonir liðsins um Evrópusæti urðu að engu eftir jafnteflið gegn Fjölni í gær.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Willum eftir leikinn í gær.
Willum um þingstörf: Erfitt að segja nei
Athugasemdir
banner
banner
banner