Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. september 2017 17:00
Fótbolti.net
Lið 22. umferðar í Inkasso - Þrír Þróttarar
Ásgeir Börkur var frábær gegn ÍR og stýrði fögnuðinum í leikslok.
Ásgeir Börkur var frábær gegn ÍR og stýrði fögnuðinum í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Hrannar (til hægri) var öflugur gegn Fram.
Ólafur Hrannar (til hægri) var öflugur gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kolbeinn Kárason skoraði tvö gegn Gróttu.
Kolbeinn Kárason skoraði tvö gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Inkasso-deildinni lauk um helgina en þá fór lokaumferðin fram. Fylkir hoppaði upp fyrir Keflavík og tryggði sér sigur í deildinni. Hér að neðan má sjá lið umferðarinnar.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson og Orri Sveinn Stefánsson voru öflugir í liði Fylkis í sigri á ÍR. Eftir leik lyftu Árbæingar titlinum.

Bjarni Gunnarsson og Ásgeir Marteinsson hjálpuðu HK að vinna Keflavík 2-1. Þeir unnu saman að sigurmarkinu sem Bjarni skoraði með bakfallsspyrnu.

Þróttur R. kláraði tímabilið með öflugum 4-0 sigri á Fram. Ólafur Hrannar Kristjánsson skoraði mark og lagði upp annað. Grétar Sigfinnur Sigurðarson og Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson voru góðir í vörninni.

Kolbeinn Kárason skoraði bæði mörk Leiknis R. í sigri á Gróttu. Ármann Pétur Ævarsson skoraði og var öflugur í sigri Þórs á Leikni F.

Arnar Logi Sveinsson var maður leiksins í sigri Selfyssinga gegn Haukum. Markvörðurinn ungi Óskar Sigþórsson var bestur Hauka í þeim leik.

Sjá einnig:
Lið 21. umferðar
Lið 20. umferðar
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner