banner
   mán 25. september 2017 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hemed ákærður af knattspyrnusambandinu
Hemed og Anthony Knockaert að fagna saman.
Hemed og Anthony Knockaert að fagna saman.
Mynd: Getty Images
Tomer Hemed, sóknarmaður Brighton, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa traðkað á DeAndre Yedlin, leikmanni Newcastle.

Hemed skoraði eina mark leiksins í nýliðaslagnum en gæti nú verið á leið í nokkurra leikja bann.

„Tomer Hemed hefur verið ákærður fyrir meint ofbeldisbrot sem sást á myndbandsupptöku eftir viðureign Brighton og Newcastle," stendur í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandinu.

„Leikmaðurinn hefur tíma þar til klukkan 18:00 á þriðjudaginn 26. september 2017 til að svara ákærunni."

Chris Hughton, stjóri Brighton, hefur komið Hemed til varnar eftir atvikið og segir það augljóslega hafa verið óviljaverk.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner