mán 25. september 2017 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Xabi Alonso ætlar að gerast þjálfari
Mynd: Getty Images
Xabi Alonso staðfesti með myndbandi að hann ætlar að halda áfram að starfa innan knattspyrnuheimsins, sem þjálfari.

Alonso birti fjórtán sekúndna myndband þar sem hann greinir frá næsta skrefi ferilsins.

Sem leikmaður gerði Alonso garðinn frægan hjá Real Sociedad, Liverpool, Real Madrid og loks Bayern München.

Hjá þessum félögum tókst Alonso að vinna flest sem var í boði, fyrir utan ensku Úrvalsdeildina. Hann vann enska bikarinn, Meistaradeildina í tvígang, spænsku deildina og bikarinn og þýsku deildina og bikarinn.

Þá hefur hann unnið Evrópumótið tvisvar sinnum með spænska landsliðinu og Heimsmeistaramótið einu sinni.



Athugasemdir
banner
banner
banner