Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. september 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Koeman: Klaassen þarf tíma
Mynd: Getty Images
Hollenski miðjumaðurinn Davy Klaassen hefur legið undir gagnrýni frá komu sinni til Everton, sem borgaði 25 milljónir punda fyrir hann.

Klaassen hefur ekki gengið vel hjá sínu nýja félagi og hefur ekki enn tekist að endast heilan leik í Úrvalsdeildinni.

Hann þarf tíma. Honum líður vel, hann er góður á boltanum en hann er ekki alveg tilbúinn í enska boltann," sagði Ronald Koeman, stjóri Everton.

„Hann þarf að bæta sig líkamlega, hann þarf að vera sterkari til að geta barist um á miðjunni. Þetta á ekki bara við um Klaassen, heldur einnig Sandro Ramirez sem á aðeins eftir að fóta sig á Englandi.

„Ég hef engar efasemdir um gæði þessara leikmanna, það þarf aðeins smá þolinmæði."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner