Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. september 2017 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leicester áfrýjar máli Adrien Silva
Mynd: Getty Images
Fyrrum Englandsmeistarar Leicester City festu kaup á portúgalska landsliðsmanninum Adrien Silva á lokadegi félagsskiptagluggans í sumar, eða svo héldu þeir.

Staðfestingin barst 14 sekúndum of seint svo leikmaðurinn var ekki gjaldgengur með Leicester. Hann var í Leicester í nokkrar vikur en fékk að fara heim til Portúgals á dögunum til að fá að eyða tíma með óléttri eiginkonu sinni.

Leicester er ekki sátt með ákvörðun FIFA og ætlar að gera allt í sínu valdi til að fá Silva gjaldgengan með félaginu, enda kostaði leikmaðurinn 22 milljónir punda.

Líklegt er að Silva verði að bíða fram í janúar til að fá að spila með Leicester, sem gæti kostað hann landsliðssætið á HM næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner