þri 26. september 2017 21:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kane er nægilega góður fyrir Barcelona og Real Madrid"
Kane fékk að fara heim með boltann.
Kane fékk að fara heim með boltann.
Mynd: Getty Images
Harry Kane stal senunni, eins og svo oft áður, þegar Tottenham mætti APOEL á Kýpur í Meistaradeildinni í kvöld.

Kane skoraði þrennu og var langbesti maður vallarins.

Ally McCoist, fyrrum stjóri Rangers, var sérfræðingur BBC í kringum leikinn, og hann hrósaði Kane í hástert eftir leikinn.

„Harry Kane er magnaður," sagði hann. „Sergio Aguero er frábær sóknarmaður, Alvaro Morata er á eldi, Romelu Lukaku hefur kraft og styrk en ég myndi velja Harry Kane."

„Hann er nægilega góður fyrir Barcelona og Real Madrid. Ég veit ekki hvort þessi lið séu að leita að framherja eins og honum, en hann hefur klárlega getu til að spila fyrir þessi bestu lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner