Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. október 2017 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Falcao: Ég var ekki að hagræða úrslitum
Mynd: Getty Images
Radamel Falcao, sóknarmaður Kólumbíu, neitar ásökunum um að hafa verið að hagræða úrslitum í viðureign Kólumbíu gegn Perú í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM.

Staðan var jöfn 1-1 og sást Falcao tala við leikmenn Perú undir lokin, með hönd fyrir munni til að ekki sæist á myndavélum hvað væri verið að tala um.

Þökk sé jafnteflinu kemst Kólumbía beint á HM, en Perú mætir Nýja-Sjálandi í umspilsleik á meðan Síle situr eftir heima.

„Ég frétti hver staðan væri í hinum leikjunum og var einfaldlega að deila því með leikmönnum Perú," sagði Falcao til að svara ásökununum.

„Bæði lið börðust í 90 mínútur og við gerðum ekki jafntefli viljandi."

Renato Tapia, miðjumaður Perú, sagði svipaða sögu í viðtali daginn eftir leik.

„Á síðustu fimm mínútunum töluðu kólumbísku leikmennirnir við okkur til að segja okkur frá stöðunni í hinum leikjunum," sagði Tapia.

„Ég spjallaði við Radamel og hann sagði mér að eins og staðan væri í leikjunum á þessari stundu væru bæði lið á leið áfram.

„Við nýttum okkur þær upplýsingar og tókum færri áhættur, en við hættum ekki að berjast í eina sekúndu."

Athugasemdir
banner