fös 13. október 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bilic: Oxford má ekki halda að hann sé Mbappe
Mynd: Getty Images
Reece Oxford, 18 ára varnartengiliður West Ham, er tilnefndur til Gulldrengs verðlaunanna, sem blaðamenn veita efnilegasta leikmanni Evrópu á hverju ári.

Oxford hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum fyrir West Ham og er sem stendur á láni hjá Borussia Mönchengladbach, þar sem hann hefur ekki enn fengið að spila deildarleik.

Kylian Mbappe og Marcus Rashford eru einnig meðal leikmanna sem gætu orðið næstu Gulldrengir Evrópu.

„Hann má ekki taka þessu eins og hann sé Mbappe, hann verður að nýta sér þetta hrós en ekki láta það stíga sér til höfuðs," sagði Bilic.

„Oxford er frábær leikmaður og ég vona að hann fái einhvern spilatíma í Þýskalandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner