Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. október 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Newcastle kaupir Merino (Staðfest)
Merino í leik gegn Liverpool fyrr á tímabilinu.
Merino í leik gegn Liverpool fyrr á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur keypt miðjumanninn Mikel Merino frá Borussia Dortmund.

Merino kom til Newcastle á láni frá Borussia Dortmund í júlí síðastliðnum.

Eftir fína byrjun á Englandi þá hefur Newcastle ákveðið að nýta ser ákvæði í lánssamningum með því að kaupa Merino.

Hinn 21 árs gamli Merino hefur nú skrifað undir samning við Newcastle sem gildir til ársins 2022.

„Ég er ánægður með að vera hér í fimm ár og ég vonast til að halda áfram að spila með liðinu og gera góða hluti fyrir fólkið og félagið," sagði Merino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner