Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 13. október 2017 13:55
Elvar Geir Magnússon
Það fyrsta sem Hannes sá þegar hann vaknaði
Hannes við umrædda mynd.
Hannes við umrædda mynd.
Mynd: Facebook
Hannes Þór Halldórsson er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu og átti frábæra undankeppni að HM. Fjölmiðlar hafa jafnvel talað um hann sem besta markvörð undankeppninnar.

Hann segir frá því á Facebook að fyrir ári hafi hann prentað út mynd og sett á veginn á svefnherbergi sínu.

Þar má sjá merki HM í Rússlandi og leikvang í landinu, fullan af áhorfendum.

„Á þeim tíma höfðum við spilað einn leik í mjög erfiðum riðli í undankeppni HM. Að komast upp úr riðlinum var á þessum tíma nokkuð fjarlægur draumur og ekki margir sem höfðu trú á að það væri mögulegt. Tilgangur myndarinnar var að minna mig á markmiðið á hverjum degi. Í eitt ár var hún það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði og það síðasta sem ég sá áður en ég fór að sofa. Hún virkaði hvetjandi þegar á móti blés og minnti mig á að halda áfram og leggja allt í sölurnar. Til að gera langa sögu stutta, þá virkaði þetta," segir Hannes.

Ísland er komið á HM!


Athugasemdir
banner
banner
banner