Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. október 2017 12:17
Elvar Geir Magnússon
Umspilið fyrir HM: Svíþjóð mun mæta Ítalíu
Antonio Candreva og Gianluigi Buffon fara til Svíþjóðar.
Antonio Candreva og Gianluigi Buffon fara til Svíþjóðar.
Mynd: Getty Images
Nú í hádeginu var dregið í umspilið í undankeppni HM þar sem átta þjóðir, sem enduðu í öðru sæti í sínum riðlum, berjast um fjögur laus sæti á HM í Rússlandi á næsta ári.

Leikið verður heima og að heiman og munu sigurliðin fá sæti á HM og þar með félagsskap frá okkur Íslendingum!

Drátturinn:
SVÍÞJÓÐ - ÍTALÍA
DANMÖRK - ÍRLAND
KRÓATÍA - GRIKKLAND
NORÐUR ÍRLAND - SVISS

Leikirnir verða 9.-11. og 12.-14. nóvember.

Frændur okkar Svíar fengu erfiðan drátt en þeir munu mæta stórliði Ítalíu. Búast má við skemmtilegri viðureign Danmerkur og Írlands.

Króatía, sem endaði í öðru sæti í riðli Íslands, mun leika við Grikki. Verkefni sem Króatar ættu að klára nokkuð sannfærandi. Þá mætast Norður-Írland og Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner