mið 18. október 2017 13:11
Elvar Geir Magnússon
Cavani: Ég og Neymar þurfum ekki að vera vinir
Neymar og Edinson Cavani.
Neymar og Edinson Cavani.
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlafárið í kringum samband Edinson Cavani og Neymar er búið að lægja en þessir samherjar hjá Paris Saint-Germain virðast ekki ná vel saman.

Cavani og Neymar riftust um það hvor ætti að taka vítaspyrnu gegn Lyon og talað var um að kalt væri á milli sóknarmannana tveggja.

Í viðtali við franska útvarpsstöð sagði Cavani ljóst að þeir tveir myndu aldrei verða vinir.

„Þetta með vítaspyrnuna tilheyrir fortíðinni. Svona gerist í fótbolta. Við þurfum að finna lausnir saman til að virka sem lið. Við þurfum að vera öflug liðsheild en við þurfum ekkert að vera vinir. Við þurfum bara að vera faglegir og svo eftir leik eiga allir sitt líf," segir Cavani.

Paris Saint Germain hefur unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni til þessa en í kvöld leikur liðið gegn Anderlecht.
Athugasemdir
banner
banner
banner