mið 18. október 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola vill að leikmenn tali ensku - Otamendi fer í próf
Guardiola er kröfuharður þjálfari.
Guardiola er kröfuharður þjálfari.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill að allir leikmenn liðsins tali ensku. Þetta segir varnarmaðurinn Nicholas Otamendi.

Manchester City hefur byrjað þetta tímabil ótrúlega vel. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar átta umferðum er lokið og þá hafa fyrstu þrír leikirnir í Meistaradeildinni unnist.

Otamendi segir að smámunarsemi Guardiola skipti gríðarlega miklu máli. Guardiola fylgist vel með því hvað leikmenn sínir borða og hann krefst þess að leikmennirnir tali ensku og ekkert annað.

„Við erum skyldugir að borða hjá félaginu eftir leiki. Það er mikilvægt að borða hollt og hvílast vel þar sem dagskráin er mjög þétt hjá okkur," sagði Otamendi við Fox Sports.

„Pep er kröfuharður þegar kemur að mat og hann vill líka að við lærum ensku. Allir fundir hjá okkur fara fram á ensku."

„Í desember fer ég í próf í ensku."

„Pep setur hlutina þannig upp að allt flæði vel fyrir leiki, hann vill að allt sé fullkomið. Við tökum engar áhættur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner