Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. október 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Adrian vill komast í burtu frá West Ham
Mynd: Getty Images
Spænski markvörðurinn Adrian vonast til að geta yfirgefið West Ham þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

West Ham fékk Joe Hart á láni frá Manchester City í sumar. Adrian féll aftar í goggunarröðina við það.

Hann hefur ekki spilað neitt í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, en hann hefur þó komið við sögu í tveimur leikjum í deildabikarnum, gegn Celtenham Town og Bolton.

Hann vill komast frá West Ham svo hann eigi einhvern möguleika á því að vera í landsliðshópi Spánverja á HM á næsta ári.

„Þjálfarinn er ekki að gefa mér marga sénsa," sagði Adrian við Marca á Spáni. „Ég er ekki ánægður með það."

„Ef ég fæ ekki að spila þá fer möguleikanum á því að komast spænska landsliðshópinn minnkandi."

„Glugginn opnar í janúar og þá vil ég fara í nýtt lið."
Athugasemdir
banner
banner
banner