Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 19. október 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pereira sektaður og verður án bílprófs í átta mánuði
Mynd: Getty Images
Andreas Pereira, leikmaður Valencia á Spáni, hefur fengið sekt upp á tæplega hálfa milljón íslenskra króna eftir að hafa verið stöðvaður af lögreglu fyrir hraðakstur. Bílprófið var einnig tekið af Pereira, en hann getur fengið það aftur eftir átta mánuði.

Þessi 21 árs leikmaður er hjá Valencia á Spáni á lánssamningi frá Manchester United.

Pereira var á 146 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraðinn var 50 kílómetra hraði.

„Ég sé mikið eftir hraðakstrinum í gær, ég mun taka við hverri þeirri refsingu sem ákveðin verður. Það er mikilvægt að fara varlega við akstur og virða reglur. Ég hef lært mína lexíu," sagði Pereira á Twitter, daginn eftir að lögreglan stoppaði hann.

Innan vallar hefur Brasilíumaðurinn ungi staðið sig vel en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Valencia á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner