Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 19. október 2017 11:01
Hafliði Breiðfjörð
Einar Karl, Andri og Arnar Sveinn framlengja við Val (Staðfest)
Frá undirskrift samninganna.
Frá undirskrift samninganna.
Mynd: Valur
Valur sendi frá sér tilkynningu nú í morgun þess efnis að félagið hafi gert nýja samninga við nokkra lykilmenn liðsins auk yngri leikmanna.

Þetta eru þeir Einar Karl Ingvarsson , Andri Adolphsson og Arnar Sveinn Geirsson sem voru í lykilhlutverki hjá liði Íslandsmeistaranna í sumar ásamt þeim Aroni Elí Sævarssyni og Edvard Degi Edvardssyni.

„Einar Karl, Andri Adolphs og Arnar Sveinn gengdu stóru hlutverki hjá íslandsmeistaraliði Vals á liðnu tímabili og því ánægjulegt að þeir hafi skuldbundið sig til að vera áfram hjá félaginu og taka þátt í þeim metnaðarfullu verkefnum sem framundan eru," segir í tilkynningu Vals.

Einar Karl og Arnar Sveinn áttu fast sæti í byrjunarliði Vals í sumar auk þess sem Andri spilaði 14 leiki í Pepsi-deildinni. Einar Karl gerði þriggja ára samning en þeir Arnar Sveinn og Andri tveggja ára.

Aron Elí var kjörinn efnilegasti leikmaður meistaraflokks Vals í sumar en hann var að láni hjá hinu sigursæla KH liði sem fór upp um deild á liðnu tímabili. Hann samdi til tveggja ára.

Edvard Dagur var kjörinn besti leikmaður 2.flokks á liðnu tímabili og er jafnframt fyrirliði liðsins.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofu Valsmanna eftir að tímabilinu í lauk en fyrr í vikunni kynntu þeir tvo nýja leikmenn; Ólaf Karl Finsen og Ívar Örn Jónsson.
Athugasemdir
banner
banner