Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. október 2017 12:34
Elvar Geir Magnússon
Æðsti maður fótboltans í Suður-Afríku sakaður um nauðgun
Danny Jordaan.
Danny Jordaan.
Mynd: Getty Images
Forseti knattspyrnusambands Suður-Afríku, hinn 66 ára gamli Danny Jordaan, er sakaður um nauðgun.

Suður-Afríska söngkonan og þingkonan Jennifer Ferguson hefur skrifað pistil þar sem hún segir að Jordaan hafi nauðgað sér á hóteli fyrir 24 árum síðan.

Jennifer segist hafa þurft að þola mikinn sársauka vegna Jordaan.

Jordaan hefur ekki tjáð sig um þessar ásakanir en hann var yfir skipulagi á HM í Suður-Afríku 2010.

Jennifer ákvað að segja sögu sína vegna #MeToo herferðarinnar. Hún segir að Jordaan hafi komið á hótelherbergi sitt eftir að hún hafði verið að skemmta á samkomu á hótelinu.

Jordaan hefur verið umdeildur en því hefur verið haldið fram að Suður-Afríka hafði borgað mútugreiðslur til að fá að halda HM 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner