Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 19. október 2017 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Rakel Hönnu: Þær eru ekki ósigrandi
Rakel er búin að æfa með 2. flokki karla eftir að tímabilinu heima lauk
Rakel er búin að æfa með 2. flokki karla eftir að tímabilinu heima lauk
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Fótbolti.net náði tali af Rakel Hönnudóttur síðdegis í gær og spjallaði við hana um komandi leiki gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

„Ég veit minna um tékkneska liðið en ég veit að þær eru á mikilli uppleið og eru með frábært lið. Ég hef spilað við Þýskaland nokkrum sinnum. Þær eru mjög góðar. Með mikla sögu og mjög gott lið. Þetta gætu orðið ólíkir leikir,“ sagði Rakel.

Hún hefur spilað nokkra leiki gegn Þýskalandi og við spurðum hana hvort eitthvað einkenndi þær viðureignir.

„Ég hef spilað við þær 4-5 sinnum og man eftir miklum varnarleik og fáum tækifærum hjá okkur fram á við. Við þurfum að nýta þau tækifæri sem við fáum í leiknum,“ svaraði Rakel sem fylgdist vel með Þjóðverjum sem og öðrum liðum á Evrópumótinu í sumar.

„Ég fylgdist með öllum liðum á Evrópumótinu og horfði á flesta leiki. Þar á meðal þennan fræga leik á móti Dönum þar sem þær duttu út þannig að við sjáum að þær eru ekki ósigrandi.“

Síðan keppni í Pepsi-deildinni lauk hefur Rakel haldið sér í formi með því að æfa með 2.flokki karla.

„Ég var svolítið stíf í náranum eftir tímabilið þannig að ég var með hjólaprógram og allskonar svoleiðis fyrst en fór svo að æfa með 2. flokki karla. Það var mjög skemmtilegt. Þeir eru mjög góðir í fótbolta þannig að þetta var mjög gott fyrir okkur.“

Nánar er rætt við Rakel í spilaranum hér að ofan en hún kemur meðal annars inn á dægrastyttingu leikmanna í landsliðsferðum og áhuga heimamanna fyrir leiknum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner