Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. október 2017 20:00
Hafliði Breiðfjörð
Eva Núra Abrahamsdóttir í FH (Staðfest)
Eva Núra og Árni Rúnar Þorvaldsson formaður meistaraflokksráðs kvenna.
Eva Núra og Árni Rúnar Þorvaldsson formaður meistaraflokksráðs kvenna.
Mynd: FH
Eva Núra Abrahamsdóttir hefur gengið til liðs við FH og mun spila með liðinu á næsta keppnistímabili.

Eva hefur undanfarin ár leikið með liði Fylkis.

Hún hefur spilað 109 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim fimm mörk.

Eva á að baki fjölda leikja í yngri landsliðum Íslands og á að auki einn leik með A landsliðinu árið 2016.

Orri Þórðarson, þjálfari meistaraflokks kvenna, er ánægður með liðsstyrkinn. „Eva Núra er klókur leikmaður með gott auga fyrir spili og á eftir að styrkja liðið okkar," sagði hann á vef FH.

Evu Núru líst vel á nýja liðið. „Mér líst mjög vel á vera komin til FH. Liðið hefur verið á uppleið undanfarin ár og það er greinilega metnaður í félaginu.“"

Hún er annar leikmaðurinn sem FH fær til liðs við sig á tveimur dögum því í gær kom Marjani Hing Glover frá Haukum.
Athugasemdir
banner
banner
banner