Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 20. október 2017 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Bilic um stöðuna: Ég er raunsær
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham á Englandi, segist ekki hafa áhyggjur af starfi sínu eftir 3-0 tapið gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Glenn Murray gerði tvö mörk fyrir Brighton auk þess sem Jose Izquierdo gerði eitt mark.

Það er orðið ansi heitt undir sæti Bilic en West Ham er í 17. sæti með 8 stig.

„Það er ekki gott þegar þú tapar 3-0 á heimavelli, sérstaklega gegn liði sem þú býst við að ná í stig gegn," sagði Bilic.

„Ég hef ekki áhyggjur en ég er mjög raunsær. Það voru umræður um þetta fyrir leikinn en ég er stjóri félagsins. Ég vil ekki fela mig á bakvið neitt, þetta er á mína ábyrgð og nú er þetta í höndum stjórnarinnar," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner