Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 21. október 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Valverde: Gátum ekki keypt Mbappe
Mbappe endaði í París.
Mbappe endaði í París.
Mynd: Getty Images
Barcelona gat ekki keypt ungstirnið Kylian Mbappe í sumar. Þetta segir knattspyrnustjóri Katalóníufélagsins, Ernesto Valverde.

Mbappe var orðaður við fjölda félaga áður en hann yfirgaf Mónakó og fór til Paris Saint-Germain. Hann verður á láni út þetta tímabil og PSG borgar síðan 166 milljónir evra fyrir hann næsta sumar

Sögur voru á kreiki um að hinn 18 ára gamli Mbappe vildi fylla skarð Neymar hjá Barcelona, en samkvæmt Valverde var það ekki möguleiki fyrir Börsunga að landa stráknum.

„Ég veit ekki hvað ég á að segja við ykkur. Það er alltaf talað um marga leikmenn," sagði Valverde á blaðamannafundi.

„Eftir því sem ég best veit þá gátum við ekki fengið hann. En ég veit það ekki, örugglega ekki þar sem hann er ekki hérna."

Barcelona keypti Ousmane Dembele frá Dortmund til að fylla skarð Neymar, en Dembele er þessa stundina meiddur.
Athugasemdir
banner
banner