Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   sun 22. október 2017 22:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Fanndís: Þurfum að gleyma sigrinum í smástund
Frá leiknum á móti Þýskalandi á föstudag. Fanndís segir að íslenska landsliðið þurfi að gleyma þeim glæsilega sigri í smástund og einbeita sér að næsta verkefni.
Frá leiknum á móti Þýskalandi á föstudag. Fanndís segir að íslenska landsliðið þurfi að gleyma þeim glæsilega sigri í smástund og einbeita sér að næsta verkefni.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Stelpurnar okkar eru mættar til Znojmo í Tékklandi þar sem þær munu mæta heimakonum í þriðja leik sínum í undankeppni Heimsmeistaramótsins á þriðjudag. Fótbolti.net hitti á Fanndísi Friðriksdóttur á liðshótelinu fyrr í dag. Landsliðskonurnar fengu frí frá fótbolta í dag til að hlaða batteríin og við byrjuðum á að spyrja Fanndísi hvernig þær hefðu nýtt daginn.

„Við kíktum í eitthvað outlet mall sem er hérna rétt hjá. Það var fínt að gera eitthvað annað en að vera í fótbolta. Fínt að rölta bara þarna um og skoða.“

Næsta verkefni er handan við hornið en framundan er erfiður útileikur við Tékka. Eru íslensku landsliðskonurnar komnar niður á jörðina eftir sigurinn magnaða á föstudag?

„Mér fannst við fljótar að ná okkur niður á jörðina. Auðvitað verður sigurinn á móti Þýskalandi aldrei tekinn af okkur en við þurfum samt sem áður að gleyma honum í smástund og fókusera á þennan leik sem er á þriðjudaginn,“ svaraði Fanndís.

Að lokum spurðum við Fanndísi út í áhugaverða Twitter-færslu þar sem Fanndís ljóstrar því upp að hún hafi einu sinni haldið að landsliðskonan Hallbera, góðvinkona og herbergisfélagi, héti eftirnafninu Berry.

„Við vorum einhvern tímann upp á herbergi að ræða hlutina og ég spurði: Hvað heitirðu þá eiginlega? Hallbera Guðný Gísladóttir Berry eða Hallbera Guðný Berry Gísladóttir. Ég skildi þetta ekki alveg sko,“ sagði Fanndís hlæjandi að lokum en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner