sun 22. október 2017 18:38
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Fjórar vítaspyrnur í þremur leikjum
Salomon Kalou er 32 ára gamall, en hann var hjá Chelsea frá 2006 til 2012.
Salomon Kalou er 32 ára gamall, en hann var hjá Chelsea frá 2006 til 2012.
Mynd: Getty Images
Öllum þremur leikjum dagsins lauk með jafntefli í þýska boltanum og voru aðeins fjögur mörk skoruð, þrjú úr vítaspyrnum.

Köln gerði markalaust jafntefli við Werder Bremen í botnbaráttuleik, þar sem hvorugu liði hefur tekist að vinna deildarleik á fyrstu níu umferðum tímabilsins.

Salomon Kalou tók tvær vítaspyrnur á fjórum mínútum og gerði jöfnunarmark Hertha Berlin gegn Freiburg úr þeirri síðari.

Maximilian Arnold brenndi þá af vítaspyrnu í 1-1 jafntefli Wolfsburg gegn Hoffenheim, þar sem gestirnir komust yfir með marki úr víti en heimamönnum tókst að jafna í uppbótartíma.

Köln 0 - 0 Werder Bremen

Freiburg 1 - 1 Hertha Berlin

1-0 Janik Haberer ('52, víti)
1-1 Salomon Kalou ('81, víti)

Wolfsburg 1 - 1 Hoffenheim
0-1 Kerem Demirbay ('73, víti)
1-1 Felix Uduokhai ('91)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner