Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 22. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Elín Metta: Gleymi þessu mómenti seint
Elín Metta í baráttu við Anna Blässe í sigurleiknum gegn Þýskalandi
Elín Metta í baráttu við Anna Blässe í sigurleiknum gegn Þýskalandi
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Mér finnst fín stemmning í liðinu. Það er ekkert of hátt spennustigið og allir bara rólegir,“ sagði landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen í spjalli við Fótbolta.net á liðshótelinu í Znojmo fyrr í dag. Íslenska landsliðið er í tveggja útileikjaverkefni. Búnar að spila gegn Þýskalandi eins og frægt er orðið en eiga nú eftir að mæta Tékkum.

Íslenska liðið er búið að skoða sigurinn á Þjóðverjum vel með það í huga að nýta sér allt það jákvæða áfram í næsta leik.

„Við erum alveg búin að fara yfir hann (leikinn við Þýskaland). Búin að skoða hvað við gerðum vel og hvernig við getum haldið áfram að gera það vel. Annars verður maður líka að muna að það er annar leikur og önnur þrjú stig í boði þannig að við höldum bara áfram.“

Elín Metta skoraði rosalegt mark í Þýskalandsleiknum þar sem hún fíflaði tvo varnarmenn með mögnuðum snúningi áður en hún skilaði boltanum í netið. Við spurðum hvort hún væri ekki búin að kíkja aðeins á markið.

„Jú, ég viðurkenni það alveg. Ég er búin að horfa á það aftur,“ svaraði Elín Metta. Aðspurð um hvort þetta væri hennar mikilvægasta mark á ferlinum svaraði hún:

„Já, þetta er allavegana með eftirminnilegri mörkum. Ég held að ég eigi seint eftir að gleyma þessu mómenti.“

Elín Metta sagðist þó ekki hafa fylgst vel með umræðunni á samfélagsmiðlum en fólk kepptist við að dásama hana á Twitter eftir sigurleikinn á föstudag.

„Stelpurnar voru eitthvað búnar að sýna mér en maður reynir bara að vera hér og pæla í sér,“ sagði Elín Metta og ræddi svo nánar um Tékkaleikinn sem framundan er.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner