Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 23. október 2017 21:30
Magnús Már Einarsson
Björgvin Stefán í ÍR (Staðfest)
Ísleifur Gissurarson formaður knattspyrnudeildar ÍR og Björgvin Stefán eftir undirskrift í kvöld.
Ísleifur Gissurarson formaður knattspyrnudeildar ÍR og Björgvin Stefán eftir undirskrift í kvöld.
Mynd: ÍR
ÍR hefur fengið Björgvin Stefán Pétursson til liðs við sig frá Leikni Fáskrúðsfirði. Björgvin Stefán skrifaði undir tveggja ára samning hjá ÍR í kvöld.

Björgvin var samningslaus eftir tímabilið en eins og fram kom í slúðurpakkanum í dag þá hafði HK einnig sýnt honum áhuga.

Björgvin hefur undanfarin ár verið fyrirliði Leiknis en liðið féll úr Inkasso-deildinni í sumar.

Hinn 25 ára gamli Björgvin Stefán er fjölhæfur leikmaður sem hefur spilað í fremstu stöðunum, á miðjunni og í bakverði hjá Leikni.

Árið 2015 var hann valinn besti leikmaðurinn í 2. deildinni þegar Leiknir fór upp um deild. Samtals hefur Björgvin skorað 26 mörk í 154 deildar og bikarleikjum með Leikni á ferlinum.

ÍR endaði í 10. sæti í Inkasso-deildinni í sumar en Brynjar Þór Gestsson tók við þjálfun liðsins á dögunum af Arnari Þór Valssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner