Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. október 2017 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Berlusconi hefur áhyggjur af framtíð AC Milan
Mynd: Getty Images
Silvio Berlusconi, fyrrverandi eigandi AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, segist hafa áhyggjur af framtíð Milan.

Berlusconi seldi félagið til Kínverjans Yonghong Li í apríl og eyddi Milan fúlgum fjárs á leikmannamarkaðinum um sumarið.

Stór hluti peninganna sem Li notaði til að kaupa Milan var lánaður til hans af bandaríska vogunarsjóðnum Elliott Management, sem tekur við stjórn félagsins ef Li endurgreiðir lánið ekki tímanlega.

„Ég veit að það eru nú þegar fjárhagsleg vandamál hjá Milan. Ég hef áhyggjur af framtíð félagsins, þögnin frá Li veldur mér áhyggjum," sagði Berlusconi samkvæmt Telelombardia.

„Það er mögulegt að Elliott sjóðurinn taki við félaginu í vor ef hlutirnir byrja ekki að ganga betur. Stærsta vandamálið er að félagið mun skulda yfir 100 milljónir evra ef það kemst ekki í Meistaradeildina."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner