Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 24. október 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Hörður spilar í kvöld - Góðar minningar gegn Hodgson
Hörður fagnar með Magga Gylfa eftir að sætið á HM var í höfn.
Hörður fagnar með Magga Gylfa eftir að sætið á HM var í höfn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Björgvin Magnússon fær tækifæri með Bristol City í leiknum gegn Crystal Palace í enska deildabikarnum í kvöld. Hörður hefur lítið spilað með Bristol í Championship deildinni en hann hefur spilað alla leiki liðsins í deildabikarnum.

Roy Hodsgon er stjóri Crystal Palace en hann var þjálfari enska landsliðsins gegn Íslandi á EM í fyrra. Hörður var í hópnum hjá Íslandi þá og hann er spenntur að sjá Hodgson aftur.

„Ég held að minningarnar komi til mín þegar ég sé hann á morgun (í dag)," sagði Hörður í viðtali við Guardian í dag.

Hörður hefur hjálpað Bristol að slá úrvalsdeildarliðin Stoke og Watford úr deildabikarnum og hann vonast til að bæta Crystal Palace við í kvöld.

„Ef við getum unnið Stoke og Watford þá getum við augljóslega unnið Crystal Palace," sagði Hörður.

„Þetta veltur á því hvernig þeir koma inn í leikinn. Ef þeir mæta eins og England gegn Íslandi þá getum við rúllað yfir þá ... nei, þetta verður mjög góður og erfiður leikur."

Sjá einnig:
Dybala og Hörður vonast til að mætast á HM
Athugasemdir
banner
banner
banner