Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 24. október 2017 10:08
Elvar Geir Magnússon
Furða sig á því að Messi hafi ekki komist á blað hjá Heimi og Aroni
Ronaldo hafði yfirburði í kjörinu.
Ronaldo hafði yfirburði í kjörinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid sópaði að sér verðlaunum á FIFA hátíðinni í gær. Cristiano Ronaldo og Zinedine Zidane fóru heim með stærstu verðlaunin, leikmaður og þjálfari ársins.

Nú hefur verið opinberað að sigur þeirra var gríðarlega öruggur en það voru landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar og íþróttafréttamenn sem kusu.

Ronaldo fékk 43% atkvæða en Lionel Messi, sem endaði í öðru sæti, fékk 19%. Í valinu á þjálfaranum fékk Zidane 46% atkvæða en Antonio Conte var annar með 12%.

Á heimasíðu FIFA er hægt að sjá hverja þeir sem áttu atkvæðisrétt völdu. Meðal áhugaverðra atkvæða er að Bryan Ruiz, fyrirliði Kosta Ríka, valdi landa sinn Keylor Navas, markvörð Real Madrid, sem besta leikmann heims.

Atkvæðin frá íslenska landsliðinu fóru á Ronaldo en hvorki Heimir né Aron Einar völdu Lionel Messi á topp þrjá.

Talsverð umræða fór í gang á Twitter en Aron Einar sagði sína hlið á málinu.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner