Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 24. október 2017 10:44
Magnús Már Einarsson
Gunnar Már nýr aðstoðarþjálfari Fjölnis (Staðfest)
Hættir með kvennaliðið og hættir að spila
Mynd: Anna Þonn
Gunnar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis í Pepsi-deild karla. Gunnar Már leggur á sama tíma skóna á hilluna.

Gunnar Már hættir einnig sem þjálfari kvennaliðs Fjölnis en hann kom liðinu upp úr 2. deild kvenna í sumar.

Ólafur Páll Snorrason tók við Fjölni í síðustu viku af Ágústi Gylfasyni. Gunnar Már verður aðstoðarmaður Ólafs Páls í Grafarvoginum.

Gunnar Már mun einnig vera áfram yfirþjálfari yngri flokka hjá Fjölni líkt og á síðasta ári.

Gunnar Már hefur oft verið kallaður Herra Fjölnir enda spilaði hann með liðinu allt frá neðstu deild upp í þá efstu.

Hinn 33 ára gamli Gunnar hefur leikið með Fjölni allan sinn feril fyrir utan árin 2010-2013 þegar hann var á mála hjá FH, ÍBV og Þór.

„Það er okkur Fjölnismönnum mikil ánægja að hafa fengið Gunna Má í þetta starf. Við bindum miklar vonir við samstarf hans og Óla Palla aðalþjálfara liðsins og þá ekki síst varðandi þjálfun og þróun ungra og efnilegra leikmanna félagsins," segir í yfirlýsingu frá Fjölni.

„Á þessum tímamótum viljum við einnig þakka Gunna Má kærlega fyrir hans framlag inni á vellinum en hann á að baki 258 leiki með meistaraflokki Fjölnis. Einnig viljum við þakka honum fyrir vel unnin störf sem aðalþjálfari meistaraflokks kvenna."



Athugasemdir
banner
banner
banner