Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. nóvember 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í langt bann fyrir að gera grín að eineygðum fótboltamanni
Dean Shiels.
Dean Shiels.
Mynd: Getty Images
Kevin O'Hara, sóknarmaður Falkirk í Skotlandi, hefur verið dæmdur í átta leikja bann fyrir slæma hegðun inn á fótboltavellinum.

O'Hara níddist Dean Shiels, leikmanni Dunfermline, í leik sem fram fór í byrjun síðasta mánaðar, nánar tiltekið 7. október.

Shiels missti annað auga sitt í slysi sem barn og er núna með glerauga, en O'Hara tók upp á því að gera grín að Shiels í leiknum.

Skoska knattspyrnusambandið tók ekki vel í það og ákvað að dæma O'Hara í átta leikja bann, en það valdið usla í Skotlandi. Margir vilja meina að bannið sé alltof langt.

Liðsfélagi O'Hara, Joe McKee, hefur verið kærður fyrir sama brot, en það á eftir að dæma í hans máli.

Undir lok leiksins fékk Shiels beint rautt spjald fyrir mjög ljóta tæklingu á títtnefndum McKee.



Athugasemdir
banner
banner