banner
   sun 12. nóvember 2017 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sagði við Klopp að Man Utd væri eins og Disneyland
Vildu fá Klopp til að taka við af Moyes
Mynd: Getty Images
Á næstunni mun koma út bók um þýska knattspyrnustjórann Jurgen Klopp eftir Raphael Honigstein.

Daily Mail hefur birt brot úr bókinni.

Þar segir að Manchester United hafi reynt að lokka Klopp, sem er í dag stjóri Liverpool, frá Dortmund árið 2014.

Ed Woodward, framkvæmdastjóri United, ræddi við Klopp áður en félagið tók ákvörðun um að reka David Moyes. Klopp tók ekki við United, hann var áfram með Dortmund í eitt tímabil í viðbót áður en hann fór svo til Englands og tók við Liverpool.

„Ed Woodward, framkvæmdastjóri Manchester United, flaug til Þýskalands og ræddi við Klopp," segir í bókinni.

„Dvöl David Moyes á Old Trafford var að enda og Klopp var fyrsti kostur Man Utd til að taka við af honum. United vildi spila skemmtilegan bolta og þeir litu á Klopp sem álitlegan kost."

„Woodward sagði við Klopp að Old Trafford væri 'eins og fullorðinsútgáfan af Disneylandi', það væri staður þar sem skemmtun væri í heimsklassa og draumar rættust."

„Klopp féll ekki alveg fyrir söluræðunni, honum fannst hún 'lítið sexy' en hann útilokaði möguleikann ekki alveg heldur."

Klopp ákvað þó á endanum að vera áfram hjá Dortmund. Man Utd réði Louis van Gaal í staðinn og Klopp endaði í Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner