mið 15. nóvember 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Undankeppni HM í dag - Síðustu farseðlarnir
Stuðningsmenn Nýja-Sjálands eru hressir.
Stuðningsmenn Nýja-Sjálands eru hressir.
Mynd: Getty Images
Í dag/nótt kemur það í ljós hvaða lið fá síðustu farseðlanna á heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar.

Á eftir mætast Ástralía og Hondúras í síðari leik sínum í umspili um sæti á mótinu. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli og því er allt opið fyrir leikinn sem hefst klukkan 09:00.

Í gær sakaði landsliðsþjálfari Hondúras, Jorge Luis Pinto, Ástrali um að njósna um æfingu Hondúras. Hann vildi meina að Ástralir hafi notað dróna til að njósna um síðustu æfingu Hondúras fyrir leikinn, en knattspyrnusamband Ástralíu sagðist ekki tengjast drónanum sem var flogið yfir leikvanginn þar sem æfingin var í gangi í gær.

Perú og Nýja-Sjáland eigast svo við klukkan 02:15 aðfaranótt fimmtudags, en þar er líka allt opið. Fyrri leikur liðanna sem var í Nýja-Sjálandi endaði með markalausu jafntefli.

Perú er í 10. sæti á styrkleikalista FIFA en Nýja-Sjáland í 122. sæti og það verður fróðlegt að sjá hvort Nýja-Sjáland komi fólki á óvart.

Leikir dagsins:
09:00 Ástralía - Hondúras

Aðfaranótt fimmtudags:
02:15 Peru - Nýja-Sjáland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner